Fataverslunarkeðjan Abercrombie & Fitch segist vera að rannsaka ásakanir á hendur fyrrverandi forstjóra hennar.
Mike Jeffries hefur verið sakaður um kynferðislega misnotkun á ungum mönnum.
Rannsókn BBC leiddi í ljós að þeir Jeffires og sambýlismaður hans Matthew Smith hafi í nokkur ár skipulagt net og notað milliliði til að finna unga menn til að taka þátt í kynsvalli.
Abercrombie & Fitch, sem rekur um 850 verslanir víðs vegar um heim, segir að eftir að BBC hafði samband vegna málsins hafi fyrirtækið beðið lögfræðistofu um að ráðast í sjálfstæða rannsókn á ásökununum.
Fyrirtækið segist hafa fyllst óhug vegna málsins.
Engar sannanir eru fyrir hendi um að fyrirtækið hafi vitað af ásökununum á hendur Jeffries.