Maður í Flórída, sem dæmdur var fyrir að myrða tvær konur árið 1996, var tekinn af lífi í dag með banvænni sprautu.
Frá þessu greinir bandaríski miðillinn Pensacola New Journal en Michael Zack, 54 ára gamall, var tekinn af lífi í ríkisfangelsinu í bænum Raiford í Flórída.
Zack var sprautaður klukkan 18.02 og var úrskurðaður látinn 12 mínútum síðar.
Zack var dæmdur til dauða árið 1997 fyrir kynferðisbrot, rán og morð á Ravonne Smith, konu sem hann hitti á bar árið 1996. Hann var einnig dæmdur fyrir morð á annarri konu, Lauru Rosilu, sem hann hafði vingast við á öðrum bar.
Verjendur Zack höfðu reynt að koma í veg fyrir aftöku hans á þeim forsendum að hann væri vitsmunalega skertur en áfrýjun hans var hafnað af lægri dómstólum og að lokum í hæstarétti.
Sex aftökur hafa verið gerðar í Flórída á þessu ári og samtals 19 í öllum Bandaríkjunum.