Jon Fosse hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels

Jon Fosse tekur við bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs í Reykjavík árið 2015.
Jon Fosse tekur við bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs í Reykjavík árið 2015. mbl.is/Eggert

Norski rithöfundurinn Jon Fosse hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár.  Í umsögn verðlaunanefndarinnar segir að Fosse hljóti verðlaunin fyrir hugmyndarík leikverk og prósa sem veiti hinu ósegjanlega rödd.

Fosse er fæddur árið 1959 í Haugasundi í Noregi. Hann skrifar á nýnorsku og hefur samið fjölda leikverka, skáldsögur, ritgerðir, barnabækur og ljóðabækur. Þá er hann mikilvirkur þýðandi. 

Nóbelsverðlaunanefndin nefnir sérstaklega skáldsögur hans, Det andre namnet, Eg er en annan og Eit nytt namn, sem komu út á árunum 2019-2021 undir heildarheitinu Septologen. 

Nokkur verka Fosse hafa verið þýdd á íslensku, þar á meðal skáldsögurnar Morgunn og kvöld og Þetta er Alla í þýðingu Hjalta Rögnvaldssonar. Hjalti þýddi einnig þríleikinn Andvöku, Drauma Ólafs og Kvöldsyfju sem Fosse hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2015. Þá hafa leikrit eftir Fosse verið sett upp á sviði hér á landi. Leikritið Þannig var það kom m.a. út í bók á þessu ári í þýðingu Kristrúnar Guðmundsdóttur. 

Bókmenntaverðlaun Nóbels hafa verið veitt frá árinu 1901. Alls hafa 120 einstaklingar hlotið verðlaunin, 17 konur og 93 karlar.  Fjórum sinnum hafa tveir einstaklingar deilt verðlaununum. Rudyard Kipling var yngsti höfundurinn sem hlaut verðlaunin árið 1907, 41 árs. Sá elsti var Doris Lessing, sem var 88 ára þegar hún fékk verðlaunin árið 2007.

Fyrri verðlaunahafar:

2022: Anne Ernaux
2021: Abulrazak Gurnah
2020: Louise Glück
2019: Peter Hand­ke
2018: Olga Tok­arczuk
2017: Kazuo Is­higuro
2016: Bob Dyl­an, Banda­rík­in
2015: Svetl­ana Al­ex­ievich, Hvíta-Rússlandi
2014: Pat­rick Modiano, Frakk­land
2013: Alice Mun­ro, Kan­ada
2012: Mo Yan, Kína
2011: Tom­as Tranströ­mer, Svíþjóð
2010: Mario Vargas Llosa, Perú
2009: Herta Müller, Þýskalandi
2008: Jean-Marie Gusta­ve Le Clézio, Frakklandi
2007: Dor­is Less­ing, Englandi
2006: Or­h­an Pamuk, Tyrklandi
2005: Harold Pin­ter, Englandi
2004: Elfriede Jel­inek, Aust­ur­ríki
2003: John Maxwell Coetzee, Suður-Afr­íku
2002: Imre Kertesz, Ung­verjalandi
2001: V.S. Naipaul, Breti frá Trini­dad
2000: Gao Xingji­an, Frakki fædd­ur í Kína
1999: Gün­ter Grass, Þýskalandi
1998: José Saramago, Portúgal 
1997: Dario Fo, Ítal­íu
1996: Wislawa Szym­borska, Póllandi
1995: Seam­us Hea­ney, Írlandi
1994: Kenza­buro Oe, Jap­an
1993: Toni Morri­son, Banda­ríkj­un­um

1992: Derek Walcott, Sankti Lús­íu
1991: Nadine Gordi­mer, Suður-Afr­íka
1990: Octa­vio Paz, Mexí­kó
1989: Cami­lo Jose Cela, Spáni
1988: Naguib Mah­fouz, Egyptalandi
1987: Joseph Brod­sky, Banda­ríkjamaður fædd­ur í Rússlandi
1986: Wole Soy­inka, Níg­er­íu
1985: Clau­de Simon, Frakklandi
1984: Jaroslav Sei­fert, Tékklandi
1983: William Gold­ing, Bretlandi
1982: Gabriel Garcia Marqu­ez, Kól­umb­íu
1981: Eli­as Ca­netti, Breti fædd­ur í Búlgaríu
1980: Czeslaw Mi­losz, Banda­ríkjamaður fædd­ur í Póllandi
1979: Odysseus Elyt­is, Grikklandi
1978: Isaac Bashevis Sin­ger, Banda­ríkjamaður fædd­ur í Póllandi
1977: Vicente Al­eix­andre, Spáni
1976: Saul Bellow, Banda­ríkjamaður fædd­ur í Kan­ada
1975: Eu­genio Montale, Ítal­íu
1974: Ey­vind John­son og Harry Mart­in­son, Svíþjóð
1973: Pat­rick White, Ástr­ali fædd­ur í Bretlandi
1972: Heinrich Böll, Þýskalandi
1971: Pablo Neruda, Chile
1970: Al­ex­and­er Solzhenit­syn, Rússlandi
1969: Samu­el Beckett, Írlandi
1968: Ya­sun­ari Kawabata, Jap­an
1967: Migu­el A. Ast­uri­as, Gvatemala
1966: Shmu­el Y. Agnon, Ísra­eli fædd­ur í Póllandi, og Nelly Sachs, Svíi fædd í Þýskalandi
1965: Mik­hail Sholok­hov, Rússlandi
1964: Jean-Paul Sartre, Frakklandi (afþakkaði verðlaun­in)
1963: Gi­orgos Sefer­is, Grikki fædd­ur í Tyrklandi
1962: John Stein­beck, Banda­ríkj­un­um
1961: Ivo Andric, Júgó­slav­íu
1960: Saint-John Per­se, Frakklandi
1959: Sal­vatore Quasimoto, Ítal­íu
1958: Bor­is Pasternak, Sov­ét­ríkj­um­um
1957: Al­bert Cam­us, Frakklandi
1956: Juan Ramón Jimé­nez, Spáni
1955: Hall­dór Kilj­an Lax­ness, Íslandi
1954: Er­nest Hem­ingway, Banda­ríkj­un­um
1953: Winst­on Churchill, Bretlandi
1952: Franço­is Mauriac, Frakklandi
1951: Pär Lag­erkvist, Svíþjóð
1950: Bertrand Rus­sell, Bretlandi
1949: William Faul­kner, Banda­ríkj­un­um
1948: Thom­as Ste­arns Eliot, Banda­ríkj­un­um
1947: André Gide, Frakklandi
1946: Her­mann Hesse, Sviss
1945: Gabriela Mistr­al, Chile
1944: Johann­es V. Jen­sen, Dan­mörku
1939: Frans Eem­il Sill­an­pää, Finn­landi
1938: Pe­arl S. Buck, Banda­ríkj­un­um
1937: Roger Mart­in du Gard, Frakklandi
1936: Eu­gene O'­Neill, Banda­ríkj­un­um
1934: Luigi Pir­and­ello, Ítal­íu
1933: Ivan Bun­in, Sov­ét­ríkj­un­um
1932: John Galswort­hy, Bretlandi
1931: Erik Axel Karl­feldt, Svíþjóð
1930: Sincla­ir Lew­is, Banda­ríkj­un­um
1929: Thom­as Mann, Þýskalandi
1928: Sigrid Und­set, Nor­egi
1927: Henri Berg­son, Frakklandi
1926: Grazia Deledda, Ítal­íu
1925: Geor­ge Bern­ard Shaw, Írlandi
1924: Wla­dyslaw Reymont, Póllandi
1923: William Butler Yeats, Írlandi
1922: Jac­into Bena­vente, Frakklandi
1921: Anatole France, Frakklandi
1920: Knut Hams­un, Nor­egi
1919: Carl Spitteler, Sviss
1917: Karl Gj­ell­erup og Henrik Pontoppi­dan, Dan­mörku
1916: Verner von Heidenstam, Svíþjóð
1915: Romain Rol­land, Frakklandi
1913: Rabindr­an­ath Tag­ore, Indlandi
1912: Ger­hart Haupt­mann, Þýskalandi
1911: Maurice Maeterl­inck, Belg­íu
1910: Paul Heyse, Þýskalandi
1909: Selma Lag­er­löf, Svíþjóð
1908: Rud­olf Eucken, Þýskalandi
1907: Ru­dy­ard Kipling, Bretlandi
1906: Gi­os­uè Car­ducci, Ítal­íu
1905: Henryk Sienkiewicz, Póllandi
1904: Fré­déric Mistr­al og José Echeg­aray, Spáni
1903: Bjørn­stjer­ne Bjørnson, Nor­egi
1902: Theodor Momm­sen, Þýskalandi
1901: Sully Prudhomme, Frakklandi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert