Norski rithöfundurinn Jon Fosse hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. Í umsögn verðlaunanefndarinnar segir að Fosse hljóti verðlaunin fyrir hugmyndarík leikverk og prósa sem veiti hinu ósegjanlega rödd.
Fosse er fæddur árið 1959 í Haugasundi í Noregi. Hann skrifar á nýnorsku og hefur samið fjölda leikverka, skáldsögur, ritgerðir, barnabækur og ljóðabækur. Þá er hann mikilvirkur þýðandi.
Nóbelsverðlaunanefndin nefnir sérstaklega skáldsögur hans, Det andre namnet, Eg er en annan og Eit nytt namn, sem komu út á árunum 2019-2021 undir heildarheitinu Septologen.
Nokkur verka Fosse hafa verið þýdd á íslensku, þar á meðal skáldsögurnar Morgunn og kvöld og Þetta er Alla í þýðingu Hjalta Rögnvaldssonar. Hjalti þýddi einnig þríleikinn Andvöku, Drauma Ólafs og Kvöldsyfju sem Fosse hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2015. Þá hafa leikrit eftir Fosse verið sett upp á sviði hér á landi. Leikritið Þannig var það kom m.a. út í bók á þessu ári í þýðingu Kristrúnar Guðmundsdóttur.
Bókmenntaverðlaun Nóbels hafa verið veitt frá árinu 1901. Alls hafa 120 einstaklingar hlotið verðlaunin, 17 konur og 93 karlar. Fjórum sinnum hafa tveir einstaklingar deilt verðlaununum. Rudyard Kipling var yngsti höfundurinn sem hlaut verðlaunin árið 1907, 41 árs. Sá elsti var Doris Lessing, sem var 88 ára þegar hún fékk verðlaunin árið 2007.
Fyrri verðlaunahafar:
2022: Anne Ernaux
2021: Abulrazak Gurnah
2020: Louise Glück
2019: Peter Handke
2018: Olga Tokarczuk
2017: Kazuo Ishiguro
2016: Bob Dylan, Bandaríkin
2015: Svetlana Alexievich, Hvíta-Rússlandi
2014: Patrick Modiano, Frakkland
2013: Alice Munro, Kanada
2012: Mo Yan, Kína
2011: Tomas Tranströmer, Svíþjóð
2010: Mario Vargas Llosa, Perú
2009: Herta Müller, Þýskalandi
2008: Jean-Marie Gustave Le Clézio, Frakklandi
2007: Doris Lessing, Englandi
2006: Orhan Pamuk, Tyrklandi
2005: Harold Pinter, Englandi
2004: Elfriede Jelinek, Austurríki
2003: John Maxwell Coetzee, Suður-Afríku
2002: Imre Kertesz, Ungverjalandi
2001: V.S. Naipaul, Breti frá Trinidad
2000: Gao Xingjian, Frakki fæddur í Kína
1999: Günter Grass, Þýskalandi
1998: José Saramago, Portúgal
1997: Dario Fo, Ítalíu
1996: Wislawa Szymborska, Póllandi
1995: Seamus Heaney, Írlandi
1994: Kenzaburo Oe, Japan
1993: Toni Morrison, Bandaríkjunum
1992: Derek Walcott, Sankti Lúsíu
1991: Nadine Gordimer, Suður-Afríka
1990: Octavio Paz, Mexíkó
1989: Camilo Jose Cela, Spáni
1988: Naguib Mahfouz, Egyptalandi
1987: Joseph Brodsky, Bandaríkjamaður fæddur í Rússlandi
1986: Wole Soyinka, Nígeríu
1985: Claude Simon, Frakklandi
1984: Jaroslav Seifert, Tékklandi
1983: William Golding, Bretlandi
1982: Gabriel Garcia Marquez, Kólumbíu
1981: Elias Canetti, Breti fæddur í Búlgaríu
1980: Czeslaw Milosz, Bandaríkjamaður fæddur í Póllandi
1979: Odysseus Elytis, Grikklandi
1978: Isaac Bashevis Singer, Bandaríkjamaður fæddur í Póllandi
1977: Vicente Aleixandre, Spáni
1976: Saul Bellow, Bandaríkjamaður fæddur í Kanada
1975: Eugenio Montale, Ítalíu
1974: Eyvind Johnson og Harry Martinson, Svíþjóð
1973: Patrick White, Ástrali fæddur í Bretlandi
1972: Heinrich Böll, Þýskalandi
1971: Pablo Neruda, Chile
1970: Alexander Solzhenitsyn, Rússlandi
1969: Samuel Beckett, Írlandi
1968: Yasunari Kawabata, Japan
1967: Miguel A. Asturias, Gvatemala
1966: Shmuel Y. Agnon, Ísraeli fæddur í Póllandi, og Nelly Sachs, Svíi fædd í Þýskalandi
1965: Mikhail Sholokhov, Rússlandi
1964: Jean-Paul Sartre, Frakklandi (afþakkaði verðlaunin)
1963: Giorgos Seferis, Grikki fæddur í Tyrklandi
1962: John Steinbeck, Bandaríkjunum
1961: Ivo Andric, Júgóslavíu
1960: Saint-John Perse, Frakklandi
1959: Salvatore Quasimoto, Ítalíu
1958: Boris Pasternak, Sovétríkjumum
1957: Albert Camus, Frakklandi
1956: Juan Ramón Jiménez, Spáni
1955: Halldór Kiljan Laxness, Íslandi
1954: Ernest Hemingway, Bandaríkjunum
1953: Winston Churchill, Bretlandi
1952: François Mauriac, Frakklandi
1951: Pär Lagerkvist, Svíþjóð
1950: Bertrand Russell, Bretlandi
1949: William Faulkner, Bandaríkjunum
1948: Thomas Stearns Eliot, Bandaríkjunum
1947: André Gide, Frakklandi
1946: Hermann Hesse, Sviss
1945: Gabriela Mistral, Chile
1944: Johannes V. Jensen, Danmörku
1939: Frans Eemil Sillanpää, Finnlandi
1938: Pearl S. Buck, Bandaríkjunum
1937: Roger Martin du Gard, Frakklandi
1936: Eugene O'Neill, Bandaríkjunum
1934: Luigi Pirandello, Ítalíu
1933: Ivan Bunin, Sovétríkjunum
1932: John Galsworthy, Bretlandi
1931: Erik Axel Karlfeldt, Svíþjóð
1930: Sinclair Lewis, Bandaríkjunum
1929: Thomas Mann, Þýskalandi
1928: Sigrid Undset, Noregi
1927: Henri Bergson, Frakklandi
1926: Grazia Deledda, Ítalíu
1925: George Bernard Shaw, Írlandi
1924: Wladyslaw Reymont, Póllandi
1923: William Butler Yeats, Írlandi
1922: Jacinto Benavente, Frakklandi
1921: Anatole France, Frakklandi
1920: Knut Hamsun, Noregi
1919: Carl Spitteler, Sviss
1917: Karl Gjellerup og Henrik Pontoppidan, Danmörku
1916: Verner von Heidenstam, Svíþjóð
1915: Romain Rolland, Frakklandi
1913: Rabindranath Tagore, Indlandi
1912: Gerhart Hauptmann, Þýskalandi
1911: Maurice Maeterlinck, Belgíu
1910: Paul Heyse, Þýskalandi
1909: Selma Lagerlöf, Svíþjóð
1908: Rudolf Eucken, Þýskalandi
1907: Rudyard Kipling, Bretlandi
1906: Giosuè Carducci, Ítalíu
1905: Henryk Sienkiewicz, Póllandi
1904: Frédéric Mistral og José Echegaray, Spáni
1903: Bjørnstjerne Bjørnson, Noregi
1902: Theodor Mommsen, Þýskalandi
1901: Sully Prudhomme, Frakklandi