Trump býður sig fram sem forseti fulltrúadeildar

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti. AFP/Kena Betancur

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur boðist til að taka tímabundið við hlutverki forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.

Repúblikananum Kevin McCarthy var bolað í burtu úr starfinu fyrr í vikunni eftir sögulega uppreisn á meðal samflokksmanna hans sem eru langt til hægri í Repúblikanaflokknum.

„Ég hef verið beðinn um að stíga fram í sameiningarskyni vegna þess að ég á svo marga vini á þinginu,” sagði Trump við Fox News.

„Ef þeir fá ekki atkvæðin sem til þarf hafa spurt mig hvort ég myndi íhuga að taka við forsetahlutverkinu þangað til þeir fá einhvern til langs tíma, vegna þess að ég er að bjóða mig fram sem Bandaríkjaforseta.”

Ekki gjaldgengur

Barbara Comstok, fyrrverandi þingmaður Repúblikanaflokksins, sagði við CNN að Trump væri ekki gjaldgengur vegna þess að hann hefði verið ákærður fyrir glæpsamlegt athæfi.

„Því miður þekkir hann ekki reglur fulltrúadeildarinnar, en þar kemur fram að ef þú ert ákærður geturðu ekki leitt fulltrúadeildina,” sagði Comstock.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert