Icelandair seinkar brottför vegna átakanna

Brottför var skipulögð í fyrramálið.
Brottför var skipulögð í fyrramálið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flugi Icelandair til Tel Aviv í Ísrael hefur verið frestað. Brottför var skipulögð í fyrramálið en hefur nú verið seinkað til 22 annað kvöld. 

Túristi greinir frá.

Ljóst er að átökin í Ísrael hafa áhrif á fjölda flugferða. Nokkur hundruð hafa fallið í átökunum  sem hófust í nótt með árás Hamas-hryðjuverkasamtakanna.

Í svari flugfélagsins til Túrista segir að Icelandair muni fylgjast grannt með stöðunni og meta næstu skref.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert