Joe Biden Bandaríkjaforseti segir bandarísk stjórnvöld styðja statt og stöðugt við Ísraela í átökum þeirra við Hamas. Hryðjuverkamtökin hófu eldflaugaárás á höfuðborgina Tel Aviv í nótt.
„Bandaríkin standa með Ísrael. Við styðjum við bak þeirra og munum aldrei skorast undan því,“ sagði hann í sjónvarpsávarpi í Hvítahúsinu, við hlið Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, segir þjóðina nú í stríði við Hamas og er fólki ráðlagt að fara að ráðum hersins.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur fordæmt árásir Hamas en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur ekki tjáð sig opinberlega.