Lýsir yfir eindregnum stuðningi við Ísrael

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna.
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AFP

Joe Biden Bandaríkjaforseti segir bandarísk stjórnvöld styðja statt og stöðugt við Ísraela í átökum þeirra við Hamas. Hryðjuverkamtökin hófu eldflaugaárás á höfuðborgina Tel Aviv í nótt. 

„Bandaríkin standa með Ísrael. Við styðjum við bak þeirra og munum aldrei skorast undan því,“ sagði hann í sjónvarpsávarpi í Hvítahúsinu, við hlið Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, segir þjóðina nú í stríði við Hamas og er fólki ráðlagt að fara að ráðum hersins. 

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur fordæmt árásir Hamas en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur ekki tjáð sig opinberlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert