Myndskeið sýnir hvernig hryðjuverkasamtökin Hamas skutu hundruðum eldflauga frá Gaza-ströndinni til Tel Aviv.
Enn eru átök milli Ísraela og Palestínumanna á að minnsta kosti 22 stöðum innan Ísraels eftir að Hamas hófu árásir í Tel Aviv í nótt.
Insane Footage showing 100s of Rockets being launched by Hamas in the Gaza Strip towards Tel Aviv. pic.twitter.com/ueM1NbBrfh
— OSINTdefender (@sentdefender) October 7, 2023
Richard Hecht, talsmaður ísraelska hersins, segir hundruði Palestínumanna hafa ráðist inn í landið og að fjöldi manns hafi verið tekinn í gíslingu í Beeri og Ofakim, tveimur ísraelskum þorpum í eyðimörkinni Negev, 20 kílómetrum frá landamærunum á Gaza-ströndinni.
Yfir 3.000 eldflaugum hafi verið skotið frá Gaza-ströndinni til Ísraels.
Þá hafa skotbardagar farið fram víða í Ísrael og að minnsta kosti 70 manns látist í þeim en yfirvöld í Gaza segja 232 hafa látist þar í átökunum.