Myndskeið sýnir eldflaugaárás á Tel Aviv

Yfir 3.000 eldflaugum hefur verið skotið til Tel Aviv.
Yfir 3.000 eldflaugum hefur verið skotið til Tel Aviv. AFP

Myndskeið sýnir hvernig hryðjuverkasamtökin Hamas skutu hundruðum eldflauga frá Gaza-ströndinni til Tel Aviv. 

Enn eru átök milli Ísraela og Palestínumanna á að minnsta kosti 22 stöðum innan Ísraels eftir að Hamas hófu árásir í Tel Aviv í nótt. 

Yfir 3.000 eldflaugum skotið 

Richard Hecht, talsmaður ísraelska hersins, segir hundruði Palestínumanna hafa ráðist inn í landið og að fjöldi manns hafi verið tekinn í gíslingu í Beeri og Ofakim, tveimur ísraelskum þorpum í eyðimörkinni Negev, 20 kílómetrum frá landamærunum á Gaza-ströndinni.

Yfir 3.000 eldflaugum hafi verið skotið frá Gaza-ströndinni til Ísraels. 

Þá hafa skotbardagar farið fram víða í Ísrael og að minnsta kosti 70 manns látist í þeim en yfirvöld í Gaza segja 232 hafa látist þar í átökunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert