Segja 200 Palestínumenn látna í gagnárásum

Hundurðir hafa látist vegna hryðjuverkaaðgerða Hamas.
Hundurðir hafa látist vegna hryðjuverkaaðgerða Hamas. AFP/Oren ZIV

Um 100 ísra­elsk­ir borg­ar­ar hafa verið drepn­ir af palestínsku hryðju­verka- og stjórn­mála­sam­tök­un­um Ham­as og 900 eru særðir. Hryðju­verk Ham­as hóf­ust í nótt.

Sam­kvæmt töl­um frá heil­brigðis­yf­ir­völd­um á Gaza þá eru hátt í 200 Palestínu­menn látn­ir í gagnárás­um ísra­elska hers­ins.

Tug­ir ísra­elskra borg­ara hafa verið tekn­ir gísl­ingu af Ham­as sem þeir hyggj­ast nota sem skipti­mynt til að fá lausa palestínska fanga í Ísra­el, sem eru marg­ir hverj­ir hryðju­verka­menn. Palestínsk­ir víga­menn hafa áður notað gísla sem skipti­mynt til að tryggja lausn víga­manna sem eru í fang­els­um í Ísra­el.

Árás­irn­ar á lofti, landi og sjó

Hryðju­verk­in haf falið í sér um­fangs­mikla eld­flauga­hrinu, hryðju­verka­menn streymdu yfir landa­mær­in í nótt og morg­un og einnig eru aðgerðir á sjó. Sam­kvæmt BBC eru hryðju­verk­in vel skipu­lögð og nán­ast for­dæma­laus.

Ísra­elski her­inn seg­ir nú að sjó­her­inn hafi drepið tugi palestínskra hryðju­verka­manna sem ferðuðust yfir sjó­inn til að kom­ast inn í landið.

Ant­hony Blin­ken, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, seg­ir stjórn­völd í Banda­ríkj­un­um for­dæma af­drátt­ar­laust árás­ir Ham­as.

„Það er aldrei nein rétt­læt­ing fyr­ir hryðju­verk­um. Við stönd­um í sam­stöðu með stjórn­völd­um og ísra­elsku þjóðinni og vott­um samúð okk­ar til þeirra Ísra­ela sem hafa látið líf sitt í þess­um árás­um. Við mun­um vera í nánu sam­bandi við ísra­elska sam­starfsaðila okk­ar. Banda­rík­in styðja rétt Ísra­els til að verja sig,“ seg­ir Blin­ken í yf­ir­lýs­ingu.

Ísraelskum ríkisborgurum er slátrað á götum úti.
Ísra­elsk­um rík­is­borg­ur­um er slátrað á göt­um úti. AFP/​Baz Ratner

Íran styður hryðju­verkaaðgerðirn­ar

Fáar þjóðir hafa stutt hryðju­verka­menn­ina en þó hafa ríki eins og Íran, sem talið er styðja hvað mest allra ríkja við hryðju­verk­a­starf­semi, stutt árás­ina.

Nass­er Kan­ani, talsmaður ut­an­rík­is­ráðuneyt­is Írans, fagnaði árás­um á Ísra­el.

„Aðgerðin í dag markaði ný tíma­mót á sviði and­spyrnu og vopnaðra aðgerða gegn her­námsliðinu,“ sagði hann.

„And­spyrnu­hreyf­ing­in hef­ur hingað til unnið glæsi­lega sigra í þess­ari aðgerð og þetta er góður dag­ur í sögu palestínsku þjóðar­inn­ar í bar­áttu sinni gegn síon­ist­um.“

Hez­bollah  seg­ir hryðju­verk­in „af­ger­andi viðbrögð við áfram­hald­andi her­námi Ísra­els og skila­boð til þeirra sem vilja koma á eðli­legu ástandi við Ísra­el“.

Hez­bollah er mik­ill and­stæðing­ur Ísra­els og fór í stríð við landið árið 2006. Hez­bollah reiðir sig á hernaðarleg­an og fjár­hags­leg­an stuðning frá Íran.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert