„Við höfum ekki heyrt neitt frá nokkrum fjölskyldum“

Börn hvíla sig undir teppum eftir að heimili þeirra lagðist …
Börn hvíla sig undir teppum eftir að heimili þeirra lagðist í rúst í jarðskjálftanum fyrr í dag. AFP/Mohsen Karimi

„Það kom mikill hávaði og okkur gafst enginn tími til að bregðast við,“ sagði Bashir Ahmad í samtali við fréttastofu AFP, um stóra skjálftann sem reið yfir Afganistan í dag.

Skjálftinn var 6,3 að stærð og reið yfir vesturhluta landsins. Staðfest dauðsföll eru um 120 en yfir þúsund hafa sótt læknisaðstoð.

„Þeir sem voru inni í húsunum grófust undir rústirnar,“ sagði Bashir. „Við höfum ekki heyrt neitt frá nokkrum fjölskyldum.“

Staðfest dauðsföll eru um 120 en yfir þúsund hafa sótt …
Staðfest dauðsföll eru um 120 en yfir þúsund hafa sótt læknisaðstoð. AFP/Mohsen Karimi

„Við erum ekki með neitt“

Nek Mohammad var við vinnu þegar að jarðskjálftinn reið yfir klukkan 11 að staðartíma.

„Við komum heim og sáum að ekkert var eftir. Allt hafði breyst í sand,“ sagði hann. „Við erum ekki með neitt. Engin teppi, ekkert.“

Mullah Jan Sayeq, talsmaður almannavarna, sagði að búist væri við að staðfestum dauðsföllum myndi fjölga „mjög hratt“. Óttast er að talan hlaupi á nokkrum hundruðum.

„Líklegt er að mannfallið verði umtalsvert en hörmungarnar eru útbreiddar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert