Bandaríkjamenn hafa sent herskip úr flota sínum að botni Miðjarðarhafsins til að styðja við Ísraelsmenn í baráttu sinni við Hamas-samtökin.
Herskipið USS Gerald Ford var næst átökunum þegar þau komu upp og situr það nú skammt frá Ísrael. Þá er búist við því að ríkisstjórn Bandaríkjanna muni tilkynna um aukinn vopnaflutning til Ísrael í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar.
Joe Biden forseti Bandaríkjanna hringdi í Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael í morgun þar sem hann tilkynnti honum um stuðning Bandaríkjamanna auk þess að votta honum samúð sína vegna hinna föllnu í átökunum.