„Við erum á leið í langt og erfitt stríð“

Frá Tel Aviv í Ísrael eftir flugskeytaárás Hamas-samtakanna.
Frá Tel Aviv í Ísrael eftir flugskeytaárás Hamas-samtakanna. AFP/Jack Guez

Ísra­elski her­inn seg­ir að bar­ist sé við Ham­as-liða á átta svæðum, en kveðst hafa end­ur­heimt yf­ir­ráð á 22 svæðum í suður­hluta lands­ins. Rúm­lega sól­ar­hring­ur er liðinn síðan Ham­as-sam­tök­in hófu árás sína á Ísra­el. Sam­tök­in segja að harðir bar­dag­ar haldi áfram.

Að minnsta kosti 250 Ísra­el­ar eru látn­ir og að sögn ísra­elska sendi­ráðsins í Banda­ríkj­un­um hef­ur allt að hundrað manns verið rænt af Ham­as-liðum.

Benjam­in Net­anya­hu, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, seg­ist bú­ast við löngu og erfiðu stríði.

„Við erum á leið í langt og erfitt stríð sem var þvingað upp á okk­ur með mann­skæðri árás Ham­as,“ skrifaði for­sæt­is­ráðherr­ann á X snemma í morg­un.

Íbúar ganga fram hjá byggingu sem hrundi í loftárás Ísraelshers …
Íbúar ganga fram hjá bygg­ingu sem hrundi í loft­árás Ísra­els­hers snemma í morg­un. AFP/​Mahmud Hams

Íbúar leita skjóls á sjúkra­hús­um

Hez­bollah-sam­tök­in í Líb­anon, sem studd eru af Írön­um, hafa blandað sér í átök­in og segj­ast í morg­un hafa skotið fjölda flug­skeyta að stöðvum Ísra­ela á Shebaa Farms-svæðinu, sem er um­deilt svæði á mörk­um Líb­anons og Gól­an­hæða.

Sam­tök­in segja árás­irn­ar hafa verið gerðar í stuðningi við Ham­as. Ísra­els­her kveðst á móti hafa gert loft­árás­ir á innviði sem til­heyra Hez­bollah-sam­tök­un­um.

Ísra­els­her hóf gagnárás­ir á Gasa­svæðið í gær. Heil­brigðisráðuneyti Palestínu á Gasa seg­ir 256 Palestínu­menn hafa far­ist í loft­árás­um Ísra­els­hers síðasta sól­ar­hring­inn, þar af 20 börn. Þá séu 1.788 manns særðir.

Breska rík­is­út­varpið seg­ir litl­ar upp­lýs­ing­ar hafa borist frá svæðinu en ljós­mynd­ir og mynd­skeið sýni bænastaði í rúst­um og íbúa leita skjóls á sjúkra­hús­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert