Yfir 800 látnir

Lík almennra borgara, sem féllu í árás Hamas-samtakanna, í borginni …
Lík almennra borgara, sem féllu í árás Hamas-samtakanna, í borginni Sderot í suðurhluta Ísraels í gær. AFP/Baz Ratner

Fleiri en 500 Ísra­el­ar hafa verið drepn­ir frá því að árás­ir Ham­as-sam­tak­anna á Ísra­el hóf­ust í gær, að því er ísra­elsk­ir fjöl­miðlar greina frá. Þá hafa gagnárás­ir Ísra­ela á Gasa orðið minnst 313 manns að bana auk þess sem 2.000 eru særðir.

Ísra­els­her hyggst bjarga ísra­elsk­um gísl­um, en Ham­as-liðar hafa tekið mik­inn fjölda al­mennra borg­ara og her­manna í gísl­ingu, eða um hundrað manns.

Her­inn hyggst einnig rýma byggðir í grennd við Gasa á næsta sól­ar­hring.

Myndin sýnir ísraelska lögreglustöð sem eyðilagðist í átökum.
Mynd­in sýn­ir ísra­elska lög­reglu­stöð sem eyðilagðist í átök­um. AFP/​Jack Guez

Páfinn hvet­ur til friðar

Frans páfi hvatti í dag til friðar í Ísra­el og Palestínu og sagði hryðju­verk og stríð ekki leiða til lausn­ar. Hann kallaði eft­ir því að árás­irn­ar myndu hætta í Ísra­el en minnt­ist hvorki á Gasa­svæðið né Ham­as-sam­tök­in.

„Stríð er ósig­ur. Allt stríð er ósig­ur. Við skul­um biðja fyr­ir friði í Ísra­el og Palestínu,“ sagði Frans páfi á Pét­urs­torgi í Vatíkan­inu í dag.

„Ég fylg­ist með því sem er að ger­ast í Ísra­el með ótta og sárs­auka,“ sagði hann og lýsti yfir sam­stöðu með fjöl­skyld­um fórn­ar­lambanna.

„Hryðju­verk og stríð leiða ekki til lausn­ar, held­ur aðeins til dauða og þján­ing­ar fjölda sak­lauss fólks.“

Frans Páfi við bænastund á Péturstorgi í dag.
Frans Páfi við bæna­stund á Pét­urs­torgi í dag. AFP/​Fil­ippo Monteforte
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert