Íbúar í Afganistan og sjálfboðaliðar vinna hörðum höndum að grafa eftir þeim sem komust lífs af úr röð jarðskjálfta sem reið yfir vesturhluta landsins á laugardaginn.
Yfir 2.000 hafa fundist látin en stærsti skjálftinn mældist 6,3 um 30 kílómetra norðvestur af borginni Herat og í kjölfarið fylgdu fleiri stórir skjálftar.
Um 1.300 manns slösuðust í jarðskjálftanum og eru mörg hús og byggingar gjörónýt. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að meira en 11.000 manns hafi orðið fyrir áhrifum vegna jarðskjálftanna.
Jarðskjálftar eru tíðir í Afganistan og sérstaklega í Hindu Kush-fjallgarðinum sem leikur nálægt mótum Evrasíuflekans og Indlandsflekans. Meira en 1.000 manns létu lífið og tugþúsundir urðu heimilislausir í júní í sumar þegar jarðskjálfti upp á 5,9 reið yfir hið fátæka hérað Pakita.