„Þetta er hrein illska“

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, flutti ávarp í Hvíta húsinu í …
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, flutti ávarp í Hvíta húsinu í dag. AFP/Brendan Smialowski

Joe Biden, for­seti Banda­ríkj­anna, var ómyrk­ur í máli þegar hann flutti ávarp í Hvíta hús­inu í dag. Sagði hann árás­ir Ham­as-sam­tak­anna vera hreina illsku. 

„Meira en þúsund manns var slátrað í Ísra­el. For­eldr­um var slátrað þegar þeir reyndu að bjarga lífi barna sinna með líköm­um sín­um,“ sagði Biden í ávarpi sínu.

Biden flutti ávarpið klukku­stund seinna en áætlað var. Tafðist hann vegna sím­tals, en hann ræddi við Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els.

„Heilu fjöl­skyld­urn­ar voru myrt­ar. Ungt fólk strá­fellt á tón­list­ar­hátíð sem sner­ist um frið. Fagnaði frið,“ sagði Biden. 

Hann bætti við: „Ung­börn í fangi mæðra sinna, ömm­ur og afar í hjóla­stól­um, fólk sem lifði hel­för­ina af,“ sagði Biden.

Biden lýsti Ham­as-sam­tök­un­um sem blóðþyrst­um hryðju­verka­sam­tök­um. 

„Leyfið mér að segja það aft­ur við alla, hvaða ríki, hvaða sam­tök sem er, sem eru að hugsa um að nýta sér þess­ar aðstæður: Ekki. Ekki. Hjörtu okk­ar kunna að vera brost­in, en vilja­styrk­ur okk­ar er skýr.“

Ant­ony Blin­ken, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, mun á næstu dög­um fara til Ísra­els. 

Að minnsta kosti fjór­tán Banda­ríkja­menn hafa lát­ist í átök­un­um síðan á laug­ar­dag. Hvíta húsið seg­ir nú að minnsta kosti 20 Banda­ríkja­manna sé enn saknað á svæðinu.

Hvíta húsið í litum fána Ísrael.
Hvíta húsið í lit­um fána Ísra­el. AFP/​Brend­an Smialowski
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka