Stuðningur Bandaríkjanna „algjört forgangsmál“

Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna. AFP/Stefani Reynolds

Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Janet Yellen, lét þau orð falla nú í dag að stuðningur við Úkraínu og Ísrael væri „algjört forgangsmál“ og gerir ráð fyrir því að Bandaríkjaþing verði samstíga í því máli. 

Það hafa þó verið átök á þinginu seinustu daga og vikur vegna frávísunar Kevin McCarthy úr starfi sem forseta fulltrúardeildar Bandaríkjanna.

Hernaðarlegur og fjárhagslegur stuðningur við Úkraínu og til „þeirra úrræða sem krafist er handa Ísrael eru í algjörum forgangi fyrir ríkisstjórn Biden,“ sagði Yellen.

Yellen var þó óviss um hvenær þingið gæti tekið ákvörðun í þessum málum en sagði að það yrði einhvern tímann eftir að nýr forseti fulltrúardeildar yrði kosinn.

Andstæða harðlínu Repúblíkana gegn áframhaldandi stuðningi við Úkraínu leiddi til átaka í þinginu fyrr í mánuðinum sem leiddi næstum til lokunar flestra ríkisstofnanna.

Í kjólfarið náðu þeir hraðlínu Repúblíkanar að heyja herferð gegn Kevin McCarthy sem leiddi til þess að honum var bolað úr embætti. 

Nærri 400 þingmenn hafa lýst yfir táknrænum stuðningi við Ísrael en þingið er í pattstöðu þangað til að nýr forseti fulltrúardeildar er kosinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert