„Var slátrað af Hamas“

AFP

Lýsingarnar á fjöldamorðunum sem framin voru í Kfar Aza í Ísrael eftir árásir Hamas eru skelfilegar.

Heilu fjölskyldurnar voru drepnar af vígamönnum Hamas sem gengu á milli húsa og skutu fólk til bana.

Kveikt var í húsum í húsum, lík lágu á víð og dreif, mölbrotin húsgögn og ósprungnar handsprengjur var slóðin eftir árás Hamas. Ísraelskir hermenn hafa unnið hörðum höndum að safna hinum látnu í líkpoka og hlaða þeim á vörubíla.

Ísraelska varnarliðið sagði í samtali við CNN fréttastofuna að konum, börnum og öldruðum hafi á hrottalegan hátt verið slátrað af vígamönnum Hamas. Herinn segir að um fjöldamorð hafi verið að ræða en geti ekki staðfest tölu látinna né greint frá því í smáatriðum hvernig fólk hafi dáið.

„Ég sá hundruð hryðjuverkamanna í fullum herklæðnaði og með allan búnað til að fremja fjöldamorð fara á milli húsa frá herbergi til herbergis og drepa börn, mæður og feður í svefnherbergjum sínum,“ sagði Itai Veruv, hershöfðingi í ísraelska hernum, við CNN.

Að minnsta kosti 1.200 manns hafa látist í Ísrael eftir að átökin brutust út að sögn Jonathans Conricius, undirforingja í ísraelska hernum. Ísraelar hafna hefnt sín með því að herja á Gaza-svæðið með linnulausum loftárárásum og hafa heimili, skólar, sjúkrastofnanir og stjórnarbyggingar eyðilagst í þeim árásum.

Tala látinna á Gaza er komin upp í 900, þar af eru 260 börn og 230 konur auk þess sem 4.500 eru særðir, að sögn palentínska heilbrigðisráðuneytisins.

Ónýtir bílar og barnakerra sjást hér við veg í Kfar …
Ónýtir bílar og barnakerra sjást hér við veg í Kfar Aza, sem liggur nærri Gasa. AFP
Ísraelskir hermenn að safna saman líkum eftir árásina í Kfar …
Ísraelskir hermenn að safna saman líkum eftir árásina í Kfar Aza. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert