X svarar ásökunum ESB

Elon Musk, eigandi X og Linda Yaccarino, forstjóri miðilsins.
Elon Musk, eigandi X og Linda Yaccarino, forstjóri miðilsins. AFP

Samfélagsmiðillinn X hefur svarað ásökunum Evrópusambandsins um að miðillinn dreifi upplýsingafölsun í tengslum við átökin milli Ísrael og Hamas.

Forstjóri X, Linda Yaccarino skrifaði í bréfi til Thierry Breton að miðillinn hafi „tekið á þessum málum og merkt við og fjarlægt þúsundir færslna,“ eftir árásir Hamas á Ísrael. 

Thierry Breton, sem á sæti í fram­kvæmd­ar­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins, hefur átt í deilum við Elon Musk, eiganda X, á samfélagsmiðlum. Hinn fyrrnefndi gagnrýndi miðilinn fyrir að leyfa „efni sem hvetur til ofbeldis og hryðjuverka“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert