Blinken hvetur Ísraelsmenn til að hlífa palestínskum borgurum

Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna er staddur í Katar.
Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna er staddur í Katar. AFP

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, hvatti Ísraelsmenn til að takmarka fall óbreyttra palestínskra borgara. Hann vinni að því að koma upp öruggum svæðum á Gasa-svæðinu.

Þetta sagði hann á blaðamannafundi í Katar en hann er í opinberu ferðalagi um Arabaríkin.

Hrósaði Katar

Hann áréttaði að Ísrael ætti rétt til að bregðast við árásum Hamas-samtakanna á sama fundi.

„Það sem Ísrael er að gera er ekki hefnd. Það sem Ísrael er að gera er að verja líf þjóðarinnar,“ sagði Blinken.

Þá hrósaði hann Katar fyrir að sýna viðleitni til að reyna að fá vígamenn Hamas-samtakanna til að frelsa um 150 gísla í þeirra haldi. 

Blinken ræddi einnig leiðir til að vernda óbreytta borgara á Gasa-svæðinu á fundinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert