Viðbúnaður á efsta stig í kjölfar árásar

Emmanuel Macron Frakklandsforseti á vettvangi árásarinnar í morgun.
Emmanuel Macron Frakklandsforseti á vettvangi árásarinnar í morgun. AFP/Ludovic Marin

Frönsk stjórnvöld hafa hækkað viðbúnaðarstig í landinu í kjölfar hnífstunguárásar í Gambetta-menntaskólanum í Arras í norðausturhluta landsins í morgun en málið er rannsakað sem hugsanlegt hryðjuverk.

Viðbúnaður er nú á efsta stigi í þar til gerðu kerfi yfirvalda.

Það er skrifstofa Elisabeth Borne, forsætisráðherra Frakklands, sem greinir AFP-fréttastofunni frá þessari ákvörðun sem tekin var í kjölfar fundar með Emmanuel Macron forseta í kjölfar atburðarins.

Kennari lét lífið í árásinni og eru tveir aðrir alvarlega sárir eftir hana en árásarmaðurinn er af téténskum uppruna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert