Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hefur fyrirskipað öðru flugmóðurskipi, ásamt öllum þeim herskipum sem því fylgja, að hefja siglingu að botni Miðjarðarhafs.
Frá þessu greinir Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, í tilkynningu rétt í þessu.
Lloyd J. Austin varnarmálaráðherra segir þetta gert til að hindra herskáar aðgerðir gegn Ísrael eða annars konar aðgerðir sem gætu útvíkkað stríðið í kjölfar árásar Hamas-hryðjuverkahópsins á Ísrael.
Tekið er fram að flugmóðurskipið, sem nefnist Dwight D. Eisenhower, muni sigla til liðs við flugmóðurskipið Gerald R. Ford, stærsta herskip veraldar sem þegar liggur undan ströndum Ísraels.