Senda annað flugmóðurskip og fleiri herskip

Herþotur af gerðinni F/A-18C fljúga yfir flugmóðurskipið Dwight D. Eisenhower.
Herþotur af gerðinni F/A-18C fljúga yfir flugmóðurskipið Dwight D. Eisenhower. AFP

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hefur fyrirskipað öðru flugmóðurskipi, ásamt öllum þeim herskipum sem því fylgja, að hefja siglingu að botni Miðjarðarhafs.

Frá þessu greinir Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, í tilkynningu rétt í þessu.

Flugmóðurskipið Gerald R. Ford ásamt öðru herskipi á Miðjarðarhafi.
Flugmóðurskipið Gerald R. Ford ásamt öðru herskipi á Miðjarðarhafi. AFP

Siglir til liðs við stærsta herskip heims

Lloyd J. Austin varnarmálaráðherra segir þetta gert til að hindra herskáar aðgerðir gegn Ísrael eða annars konar aðgerðir sem gætu útvíkkað stríðið í kjölfar árásar Hamas-hryðjuverkahópsins á Ísrael.

Tekið er fram að flugmóðurskipið, sem nefnist Dwight D. Eisenhower, muni sigla til liðs við flugmóðurskipið Gerald R. Ford, stærsta herskip veraldar sem þegar liggur undan ströndum Ísraels.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert