Dmítró Kúleba, utanríkisráðherra Úkraínu, óskar Bjarna Benedikssyni til hamingju með skipun sína sem utanríkisráðherra Íslands. Þá þakkar hann Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fjármálaráðherra, fyrir störf sín sem utanríkisráðherra.
„Ég hlakka til að þróa enn frekar framúrskarandi samband okkar og vinna náið saman á tveimur hliðum Evrópu til að verja frelsi og sameiginleg gildi okkar,“ skrifar Kúleba í færslu á samfélagsmiðlinum X.
Congratulations to @Bjarni_Ben on his appointment as Foreign Minister of Iceland. I look forward to further developing our excellent relations and working closely together on two flanks of Europe to defend freedom and our shared values 🇺🇦🇮🇸
— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) October 14, 2023
Kúleba þakkaði Þórdísi Kolbrúnu fyrir sterka forystu sína og viðleitni til að virkja alþjóðlegan stuðning við Úkraínu.
„Þú ert sannur vinur sem hefur verið ómetanlegur stuðningur á þessum erfiðu tímum,“ skrifar Kúleba. Óskar hann Þórdísi að lokum góðs gengis.
Dear @thordiskolbrun, I’m grateful for your strong leadership and personal efforts to mobilise international support for Ukraine. You are a true friend whose support has been invaluable throughout these difficult times. I wish you all the success in your future endeavours.
— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) October 14, 2023
🇮🇸🇺🇦 https://t.co/pOboN6Ki22