Þúsundir látist eftir vikulanga styrjöld

AFP

Að minnsta kosti 1.400 hafa látist í árásum Hamas á Ísrael að því er þarlend heilbrigðisyfirvöld greina frá. Þá hafa liðsmenn Hamas tekið að minnsta kosti 120 Ísraela í gíslingu síðan árásirnar hófust fyrir tæpri viku síðan.

Yfir 2.450 manns hafa látist í árásum Ísraela á Gasaströndinni og 9.200 eru særðir. Þetta fullyrða Hamas-hryðjuverkasamtökin.

Ef marka má þær tölur hafa fleiri en 3.850 manns týnt lífi í átökunum.

AFP

Segir Ísrael ekki hafa áhuga á stríði við Líbanon

Sprengjum rignir enn á landssvæði Palestínumanna að sögn Hamas-samtakanna.

Varnarmálaráðherra Ísraels, Yoav Gallant, segir ríki sitt hafa engan áhuga á stríðsátökum á norðanverðum landamærum þess við Líbanon. Þetta tilkynnti hann í myndskeiði sem ráðuneyti hans gaf út í dag.

„Ef Hisbollah velja stríð þá verður það þeim dýrkeypt. En ef við náum að halda aftur af slíku þá munum við virða aðstæður og halda ástandinu stöðugu, þótt átök geisi enn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert