Trump meinað að hóta vitnum í réttarhöldum

Donald Trump má ekki hóta vitnum, dómstólnum né saksóknurum.
Donald Trump má ekki hóta vitnum, dómstólnum né saksóknurum. AFP/Alon Skuy

Tanya Chutkan, dóm­ar­inn sem stýrir rétt­ar­höld­um Don­alds Trump, fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seta, fyr­ir meint sam­særi um að reyna hnekkja niður­stöðu for­seta­kosn­ing­anna árið 2020, hefur meinað Donald Trump að gagnrýna saksóknara, dómstólinn og möguleg vitni í aðdraganda réttarhaldanna.

BBC greinir frá.

Ákvörðunin kemur í kjölfar nýlegra ummæla þar sem Trump sagði saksóknara tilheyra „hóp þrjóta“ og kallaði eitt vitni í málinu „kjarklaust svín“.

"Á hann að fá að hóta fólki því hann er í forsetaframboði," spurði Tanya Chutkan í kjölfar þess að lögmenn Trumps sögðu hann vera að stunda pólitík.

Trump stendur frammi fyrir þremur öðrum sakamálaréttarhöldum á næsta ári.

Alríkisréttarhöld yfir honum í Washington hefjast 4. mars á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert