Ísraelar kenna slysaskoti íslamista um

Hundruð manna eru sögð hafa fallið fyrir flugskeytaárás.
Hundruð manna eru sögð hafa fallið fyrir flugskeytaárás.

Ísraelar segjast ekki bera ábyrgð á sprengjuárás á spítala á Gasa-svæðinu þar sem minnst 200 hafa látist að sögn Hamas-samtakanna.

Í yfirlýsingu frá Ísraelska hernum segir að greining beri með að um hafi verið að ræða slysaskot frá hryðjuverkasamtökunum Heilagt stríð (Islamic Jihad). Samtökin berjast við hlið Hamas-samtakanna í átökum þeirra við Ísraelsmenn.

Þá kemur fram í máli Mark Regev að Ísraelar telji að flugskeytin sem lentu á sjúkrahúsinu hafi verið ætluð borginni Haifa í Ísrael. 

Talsmaður samtaka Heilags stríðs neitar því hins vegar að samtökin beri ábyrgð. 



Hundruð eru sögð liggja í valnum eftir sprengjuárás á spítala.
Hundruð eru sögð liggja í valnum eftir sprengjuárás á spítala. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert