Rýma Versali í annað sinn vegna sprengjuhótunar

Grunsamlegur pakki er til skoðunar.
Grunsamlegur pakki er til skoðunar. AFP/Daniel Leal

Rýma þurfti höllina Versali í Frakklandi fyrir skömmu í kjölfar sprengjuhótunar. Þetta herma heimildir AFP-fréttastofunnar.

Þetta er í annað skiptið á skömmum tíma sem það gerist en á laugardaginn þurfti að rýma bæði Louvre-safnið og Versali vegna sprengjuhótunar. Voru þá um fimmtán þúsund manns inni í byggingunum tveimur.

Í færslu á opinberum X-reikningi hallarinnar segir að byggingin hafi verið rýmd af öryggisástæðum og að dyrum hallarinnar hafi verið lokað í dag.

Þá segir í annarri færslu að lögreglan sé á leiðinni vegna grunsamlegs pakka. Er fólk beðið um að forðast hallarsvæðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert