Rýma þurfti höllina Versali í Frakklandi fyrir skömmu í kjölfar sprengjuhótunar. Þetta herma heimildir AFP-fréttastofunnar.
Þetta er í annað skiptið á skömmum tíma sem það gerist en á laugardaginn þurfti að rýma bæði Louvre-safnið og Versali vegna sprengjuhótunar. Voru þá um fimmtán þúsund manns inni í byggingunum tveimur.
Í færslu á opinberum X-reikningi hallarinnar segir að byggingin hafi verið rýmd af öryggisástæðum og að dyrum hallarinnar hafi verið lokað í dag.
Þá segir í annarri færslu að lögreglan sé á leiðinni vegna grunsamlegs pakka. Er fólk beðið um að forðast hallarsvæðið.
🚨La @PoliceNat78 intervient actuellement à @Versailles, place d'Armes, pour un colis suspect.
— Police Nationale 78 (@PoliceNat78) October 17, 2023
➡️Évitez le secteur
➡️Respectez le périmètre de sécurité
➡️Respectez les consignes des #FDO pic.twitter.com/yQfjEbjwMe
🇫🇷 Chers visiteurs,
— Château de Versailles (@CVersailles) October 17, 2023
Pour des raisons de sécurité, le château de Versailles évacue les visiteurs et ferme ses portes ce jour, mardi 17 octobre.
Nous vous remercions de votre compréhension. pic.twitter.com/4R9NlVhIos