Rýma Versali í annað sinn vegna sprengjuhótunar

Grunsamlegur pakki er til skoðunar.
Grunsamlegur pakki er til skoðunar. AFP/Daniel Leal

Rýma þurfti höll­ina Versali í Frakklandi fyr­ir skömmu í kjöl­far sprengju­hót­un­ar. Þetta herma heim­ild­ir AFP-frétta­stof­unn­ar.

Þetta er í annað skiptið á skömm­um tíma sem það ger­ist en á laug­ar­dag­inn þurfti að rýma bæði Louvre-safnið og Versali vegna sprengju­hót­un­ar. Voru þá um fimmtán þúsund manns inni í bygg­ing­un­um tveim­ur.

Í færslu á op­in­ber­um X-reikn­ingi hall­ar­inn­ar seg­ir að bygg­ing­in hafi verið rýmd af ör­ygg­is­ástæðum og að dyr­um hall­ar­inn­ar hafi verið lokað í dag.

Þá seg­ir í ann­arri færslu að lög­regl­an sé á leiðinni vegna grun­sam­legs pakka. Er fólk beðið um að forðast hall­ar­svæðið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert