„Brandarakörlunum“ verði refsað fyrir hótanirnar

Eric Dupond-Moretti, dómsmálaráðherra Frakkland, segir að þeir sem stóðu að …
Eric Dupond-Moretti, dómsmálaráðherra Frakkland, segir að þeir sem stóðu að baki sprengjuhótununum í Frakklandi í morgun verði refsað. AFP

Eric Dupond-Moretti, dómsmálaráðherra Frakklands, hefur heitt aðgerðum til þess að finna „litlu brandarakarlana“ sem stóðu að fjölda falskra sprengjuhótana sem ollu miklu usli á flugvöllum og ferðamannastöðum í Frakklandi í dag.

Þeir spéfuglar sem ráðherra vitnar í sendu flugvöllum tölvupóst í morgun um „hótanir um árás“. Tölvupóstarnir, auk þess sem að nokkrar ferðatöskur reyndust hafa verið skildar eftir á flugvöllunum, ollu því að stjórnvöld lokuðu sex flugvöllunum tímabundið. Þær flugstöðvar sem um ræðir eru Lille, Lyon, Nan­tes, Nice, Tou­lou­se og Beau­vais.

Höllin í Versölum var einnig rýmd í morgun, þá í þriðja skiptið á seinustu fimm dögum en henni var lokað seinast í gær en einnig á laugardag vegna sprengjuhótanna.

Ekkert virðist þó hafa legið að baki þessara hótana á flugvöllunum og eru flugstöðvarnar komnar í venjulegt ástand, samkvæmt því sem AFP fréttaveitan segir.

Viðbúnaður á efsta stigi

Dupond-Moretti kallar sökudólgana „litla brandarakalla“ og segir að þeir verði fundnir og þeim refsað.

„Þeir verða fundir, þeim verður refsað og foreldrar þeirra munu þurfa að bæta það tjón sem þeir hafa valdið [ef þeir eru undir lögaldri],“ sagði ráðherrann.

Viðbúnaður hefur verið á efsta stigi í Frakklandi eftir að hnífstungu­árás­ar í Gam­betta-mennta­skól­an­um í Arras í norðaust­ur­hluta lands­ins á föstudag en það mál er rann­sakað sem hugs­an­legt hryðju­verk.

Skólinn var rýmdur vegna sprengjuhótanna á mánudag, einmitt þegar mínútuþögn átti að hefjast vegna morðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert