Greta Thunberg ákærð í Bretlandi

Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg hefur verið ákærð fyrir borgaralega óhlýðni í Bretlandi. Ákæran kemur í kjölfar handtöku Thunberg á mótmælum í Lundúnum á þriðjudag. Mótmælin áttu sér stað vegna „Energy Intelligence Forum“, samkomu sem leiðtogar í orkumálum sóttu.

Thunberg var ákærð af Lundúnalögreglunni ásamt 26 öðrum. Hún var ákærð fyrir að hlýða ekki þeim skilyrðum um samkomur sem kveðið er á um í breskum lögum. Henni var sleppt úr varðhaldi gegn tryggingu. Mál Thunberg verður tekið fyrir í réttarhöldum 15. nóvember. 

Mótmælin sóttu mörg hundruð manns. Fyrir handtökuna gagnrýndi Thunberg að stjórnmálamenn og fulltrúar olíuiðnaðarins tækju ákvarðanir bak við luktar dyr. Henni hefur áður verið refsað fyrir að óhlýðnast lögreglu en hún var sektuð í Svíþjóð fyrr í þessum mánuði. 

Greta Thunberg leidd í burtu af lögreglu í Lundúnum.
Greta Thunberg leidd í burtu af lögreglu í Lundúnum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert