Katrín fordæmir árásina

Aðkoman eftir árásina í kvöld var hrikaleg.
Aðkoman eftir árásina í kvöld var hrikaleg. AFP/Dawood Nemer

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra hef­ur for­dæmt árás­ina á al-Ahli-sjúkra­húsið fyrr í kvöld.

Í yf­ir­lýs­ingu sem Katrín birt­ir á twittersíðu sinni seg­ir hún tíðind­in frá Gaza-svæðinu vera hræðileg og að Ísland for­dæmi all­ar árás­ir á sjúkra­hús.

Þá seg­ir Katrín að alþjóðleg mann­rétt­inda­lög verði að virða öll­um stund­um. „Óbreytt­ir borg­ar­ar hafa ekki valið það að vera skot­mark á opn­um víg­velli,“ seg­ir Katrín í yf­ir­lýs­ingu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert