Katrín fordæmir árásina

Aðkoman eftir árásina í kvöld var hrikaleg.
Aðkoman eftir árásina í kvöld var hrikaleg. AFP/Dawood Nemer

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur fordæmt árásina á al-Ahli-sjúkrahúsið fyrr í kvöld.

Í yfirlýsingu sem Katrín birtir á twittersíðu sinni segir hún tíðindin frá Gaza-svæðinu vera hræðileg og að Ísland fordæmi allar árásir á sjúkrahús.

Þá segir Katrín að alþjóðleg mannréttindalög verði að virða öllum stundum. „Óbreyttir borgarar hafa ekki valið það að vera skotmark á opnum vígvelli,“ segir Katrín í yfirlýsingu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert