Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur fordæmt árásina á al-Ahli-sjúkrahúsið fyrr í kvöld.
Í yfirlýsingu sem Katrín birtir á twittersíðu sinni segir hún tíðindin frá Gaza-svæðinu vera hræðileg og að Ísland fordæmi allar árásir á sjúkrahús.
Þá segir Katrín að alþjóðleg mannréttindalög verði að virða öllum stundum. „Óbreyttir borgarar hafa ekki valið það að vera skotmark á opnum vígvelli,“ segir Katrín í yfirlýsingu sinni.
Horrific news from Gaza with hundreds killed at the Al Ahli Arab Hospital. Iceland condemns any attacks on hospitals. International humanitarian law must be upheld at all times. Civilians have not chosen to be a target in an open battlefield.
— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) October 17, 2023