Köstuðu bensínsprengjum á bænahús gyðinga

Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, sagði á Evrópuþinginu …
Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, sagði á Evrópuþinginu á í dag að hryðjuverk Hamas hefði ollið miklu gyðingahatri um heim allan. AFP/Juan Barreto

Gyðingasamfélagið í Berlín varð fyrir miklu áfalli í dag vegna tveggja bensínsprengja sem kastað var af mótmælendum á bænahús gyðinga. Hefur gyðingahatur aukist víða í kjölfar hryðjuverka Hamas-samtakanna á Ísrael. BBC greinir frá.

Lögreglan í Berlín segir að tveir menn hafi kastað tveimur bensínsprengjum í tilraun til íkveikju. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, hefur lýst yfir hneykslun á árásinni.

Forsvarsmenn hjá bænahúsinu segja gyðinga í Þýskalandi vera mjög ógnað undanfarna daga. Ofbeldi brutust út annars staðar í Berlín í nótt í mótmælum gegn Ísrael. Lögreglan varð fyrir grjót- og flöskukasti sem og flugeldum. Mótmælendur kveiktu einnig í girðingum á nokkrum götum.

Þessar árásir voru gerðar á sama tíma og Hisbollah, hryðjuverkasamtök í Líbanon, sem studd eru af Íran, kölluðu eftir „degi reiðar“ vegna sprengingar á sjúkrahúsi á Gasa-svæðinu. Leyniþjónusta Bandaríkjanna segir palestínska hryðjuverkamenn vera ábyrga fyrir þeirri sprengingu, ekki Ísrael.

Gyðingahatur að aukast

Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, sagði á Evrópuþinginu á í dag að hryðjuverk Hamas hefði ollið miklu gyðingahatri um heim allan.

„Við sjáum fjölgun gyðingahaturs atvika, þar á meðal hér í Evrópu. Skemmdarverk hefur verið gert á bænahúsum gyðinga. Hatursorðræða og falsfréttir dreifast á miklum hraða og þetta er eitthvað sem við einfaldlega getum ekki sætt okkur við," sagði hún.

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur einnig fordæmt „viðbjóðslega“ fjölgun gyðingahaturs atvika í Bretlandi.

Community Security Trust, bresk góðgerðarsamtök sem hafa það hlutverk að vernda gyðingasamfélagið, hvatti háskóla til að bregðast „fljótt og ákveðið“ gegn gyðingahatri og vernda gyðinganemendur. CST sagði að 36 atvik gyðingahaturs hefðu verið skráð á háskólasvæðum milli 7. og 16. október.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert