Sex flugvellir í Frakklandi hafa verið rýmdir eftir að „hótanir um árás“ bárust í tölvupósti. Þetta herma heimildir AFP-fréttastofunnar.
Flugvellirnir sem um ræðir eru við Lille, Lyon, Nantes, Nice, Toulouse og Beauvais.
Hafa flugvellirnir verið rýmdir á meðan yfirvöld kanna hvort hótanirnar séu raunverulegar, að sögn heimildarmanns AFP.
Talsmaður franska flugumferðareftirlitsins (DGAC) gat einungis staðfest rýmingar vegna sprengjuhótana á fjórum flugvöllum við AFP. Voru það flugvellir við Lille, Lyon, Toulouse og Baeuvais. Kvaðst hann ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið.
Þetta er í þriðja skiptið á innan við viku sem rýma þarf fjölfarna staði í Frakklandi vegna hótunar.
Rýma þurfti höllina Versali, skammt frá París, í gær eftir að sprengjuhótun barst. Þá þurfti að rýma bæði Versali og Louvre-safnið í miðborg Parísar, á laugardaginn í kjölfar sprengjuhótunar.