Hryðjuverkasamtökin Hamas fullyrða að alls hafi 471 látist í sprengingunni sem varð við sjúkrahúsið í Gasa í gærkvöldi, sem þau segjast rekja til loftárásar Ísraela.
Í tilkynningu segja samtök þetta „stærsta og ofbeldisfyllsta fjöldamorð glæpsamlegrar hersetu Ísraelsstjórnar“, sem gefið hafi af sér 471 píslarvott. Til viðbótar séu 28 í lífshættu og 314 með ýmiss konar áverka.
Alls óljóst þykir af hvers völdum sprengingin varð og hafa ásakanir flogið á báða bóga.