Stuðningur við Úkraínu óbreyttur þrátt fyrir átök

Macron og Selenskí áttu í símtali í dag. Hér má …
Macron og Selenskí áttu í símtali í dag. Hér má sjá þá á G7-leiðtoga­fund­inum í maí. AFP

Emmanuel Macron Frakkalndsforseti tjáði Volodimír Selenskí, starfsbróður sínum í Úkraínu, þau hugreystandi orð að átökin á milli Ísrael og Hamas myndu ekki ræna athygli Frakklands og Evrópuríkja frá stríðinu í Úkraínu.

„Margföldun á kreppum mun á enga vegu draga mátt úr stuðningi Frakklands og Evrópuríkjanna við Úkraínu, sem mun haldast eins lengi og nauðsynlegt er,“ sagði Macron í símtali við Selenskí í dag, samkvæmt skrifstofu Frakklandsforseta.

Viðbúnaður á efsta stigi

Átökin á Gasaströnd hafa haft mikil áhrif víða um heim, ekki síst Frakklandi. Viðbúnaður hef­ur verið á efsta stigi í landinu eft­ir að hnífstungu­árás­ar í Gam­betta-mennta­skól­an­um í Arras í norðaust­ur­hluta lands­ins á föstu­dag en það mál er rann­sakað sem hugs­an­legt hryðju­verk.

Skól­inn var rýmd­ur vegna sprengju­hót­anna á mánu­dag, ein­mitt þegar mín­útuþögn átti að hefjast vegna morðsins. Þá hefur einnig hrina falskra sprengjuhótana gert vart við sig síðustu daga.

Búa sig undir veturinn

Forsetarnir tveir ræddu einnig styrkingu við hermátt Úkraínu, áður enn Rússar geta hafið hugsanlega sprengjuárásherferð í vetur.

Úkraínumenn búast við árásum á mikilvæga innviði á næstu mánuðum, ekki gjörólíkt því sem gerðist síðasta vetur þegar Rússneskar loftárásir lentu á raforkuinnviðum og skildu milljónir manns eftir í myrkri.

Þá var ræddu þeir um að koma á fót siglingaleið um Svartahaf fyrir kornflutning, þrátt fyrir að Rússar reyni komi í veg fyrir slíkt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert