Telja Ísrael ekki bera ábyrgð á sprengingunni

Horft til suðurs frá ísraelsku borginni Sderot í dag, yfir …
Horft til suðurs frá ísraelsku borginni Sderot í dag, yfir að Gasasvæðinu þar sem reykur sést liðast upp til himins eftir loftárásir Ísraels. AFP

Gögn bandarískra leyniþjónusta sýna að stjórnvöld Ísraels eiga ekki sök á sprengingunni sem varð við sjúkrahús í Gasa í gærkvöldi.

Þetta segir talsmaður bandaríska þjóðaröryggisráðsins. Fullyrðingin kemur í kjölfar þess að forsetinn Joe Biden sagði á blaðamannafundi að sprengingin liti út fyrir að hafa orðið sökum eldflaugar sem hópur hryðjuverkamanna skaut á loft.

„Á meðan við höldum áfram að safna upplýsingum, þá er mat okkar núna, byggt á greiningum mynda úr lofti, hlerana og opinberra upplýsinga, þá ber Ísrael ekki ábyrgð á sprengingunni við sjúkrahúsið í Gasa í gær,“ segir talsmaðurinn Adrienne Watson í tísti.

Hitt liðið

„Ég var mjög hrygg­ur og reiður yfir fregn­um af spreng­ing­unni á spít­al­an­um á Gasa í gær. Og miðað við það sem ég hef séð þá virðist sem árás­in hafi verið fram­in af hinu liðinu,“ sagði Biden í morgun.

Spurður síðar af blaðamönn­um í Tel Avív, hvað hefði gert hann viss­an um þetta, svaraði Biden:

„Gögn­in sem varn­ar­málaráðuneytið mitt sýndi mér.“

Palestínsku hryðjuverkasamtökin Hamas hafa fullyrt að nærri fimm hundruð séu látnir eftir sprenginguna. Kenna þau Ísraelum um, en þeir saka vígamannahópinn Íslamskt jíhad um að hafa skotið eldflauginni á loft með þessum afleiðingum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert