ESB verðlaunar Amini ári eftir dauða hennar

Evrópuþingið hefur veitt Möshu Amini æðstu mannréttindaverðlaun ESB, Sakharov-verðlaunin.

Hin íransk-kúrdíska Amini lést í haldi írönsku lögreglunnar fyrir ári síðan. Dauði hennar varð til þess að hreyfingin „Kona, líf, frelsi” var stofnuð.

„16. september 2022 verður minnst um ókomna tíð og grimmilega morðið á hinni 22 ára Jinu Möshu Amini markaði vendipunkt,” sagði forseti Evrópuþingsins, Roberta Metsola.

Stutt er síðan Nar­ges Mohamma­di, bar­áttu­kona fyr­ir rétt­ind­um kvenna í Íran, hlaut friðar­verðlaun Nó­bels.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka