Hrósaði Biden fyrir „kröftuga ræðu“

Volodimír Selenskí.
Volodimír Selenskí. AFP/Yves Herman

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti hrósaði Joe Biden Bandaríkjaforseta fyrir „kröftuga ræðu” til stuðnings Úkraínu í baráttunni við Rússland.

„Úkraína er þakklát fyrir allan stuðninginn frá Bandaríkjunum og óbilandi trú þeirra á að mannúð, frelsi, sjálfstæði og alþjóðlegar reglur byggðar á lögum verði alltaf að bera sigur úr býtum,” sagði Selenskí í færslu á netinu.

Í ræðu sinni hvatti Biden Bandaríkin til að sýna leiðtogahæfni á alþjóðavísu með því að styðja við bakið á Ísrael og Úkraínu.

„Við megum ekki og ætlum ekki að láta hryðjuverkamenn eins og Hamas og harðstjóra á borð við Pútín sigra. Ég neita að láta það gerast,” sagði Biden og átti þar við Vladimír Pútín Rússlandsforseta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert