Skaut niður stýriflaugar frá Jemen

Pat Ryder á blaðamannafundi í gær.
Pat Ryder á blaðamannafundi í gær. AFP/Kevin Dietsch

Spenna rík­ir áfram fyr­ir botni Miðjarðar­hafs, en tund­ur­spill­ir banda­ríska flot­ans á Rauðahafi, USS Car­ney, skaut í gær niður þrjár stýrif­laug­ar og um það bil átta sjálfs­eyðing­ar­dróna, sem skotið var á loft frá Jemen. Er talið er lík­legt að skot­mörk þeirra hafi verið í Ísra­el.

Pat Ryder, und­ir­hers­höfðingi og talsmaður banda­ríska varn­ar­málaráðuneyt­is­ins, sagði að Hút­ar, sem njóta stuðnings Írana, hafi skotið stýrif­laug­un­um á loft, og flugu þær norður yfir Rauðahafi þegar tund­ur­spill­ir­inn varð þeirra var.

Sagði Ryder að stýrif­laug­arn­ar hefðu lík­lega lent í haf­inu eft­ir að þær voru skotn­ar niður, og að ekk­ert mann­fall hefði orðið meðal banda­rískra her­manna. „Við höf­um get­una til að verja hags­muni okk­ar í heims­hlut­an­um og til að sporna gegn stig­mögn­un átaka þar og stig­mögn­un átak­anna sem hóf­ust þegar Ham­as-sam­tök­in réðust á óbreytta ísra­elska borg­ara,“ sagði Ryder. Ekki er talið að banda­ríska her­skipið hafi verið skot­mark flaug­anna, en at­vikið í gær átti sér stað á sama tíma og gerðar voru loft­árás­ir með bæði eld­flaug­um og drón­um á varn­ar­stöðina Ait al-Asad í Írak, en banda­ríski flug­her­inn hef­ur þar aðset­ur.

Gefa út ferðaviðvör­un

Banda­ríska ut­an­rík­is­ráðuneytið lýsti því svo yfir í gær að banda­rísk­ir ferðamenn þyrftu að hafa auk­inn vara á sér hvar sem er í heim­in­um þar sem hin aukna spenna í heim­in­um hefði gert það að verk­um að nú væri meira hætta á hryðju­verk­um, mót­mæl­um eða of­beldi gegn banda­rísk­um rík­is­borg­ur­um.

Ráðuneytið nefndi enga sér­staka ógn sem Banda­ríkja­stjórn hefði borist, en stuðning­ur Banda­ríkj­anna við Ísra­el síðustu daga hef­ur m.a. leitt til mót­mæla við sendi­ráð Banda­ríkj­anna í Líb­anon og víðar. 

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert