Skaut niður stýriflaugar frá Jemen

Pat Ryder á blaðamannafundi í gær.
Pat Ryder á blaðamannafundi í gær. AFP/Kevin Dietsch

Spenna ríkir áfram fyrir botni Miðjarðarhafs, en tundurspillir bandaríska flotans á Rauðahafi, USS Carney, skaut í gær niður þrjár stýriflaugar og um það bil átta sjálfseyðingardróna, sem skotið var á loft frá Jemen. Er talið er líklegt að skotmörk þeirra hafi verið í Ísrael.

Pat Ryder, undirhershöfðingi og talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins, sagði að Hútar, sem njóta stuðnings Írana, hafi skotið stýriflaugunum á loft, og flugu þær norður yfir Rauðahafi þegar tundurspillirinn varð þeirra var.

Sagði Ryder að stýriflaugarnar hefðu líklega lent í hafinu eftir að þær voru skotnar niður, og að ekkert mannfall hefði orðið meðal bandarískra hermanna. „Við höfum getuna til að verja hagsmuni okkar í heimshlutanum og til að sporna gegn stigmögnun átaka þar og stigmögnun átakanna sem hófust þegar Hamas-samtökin réðust á óbreytta ísraelska borgara,“ sagði Ryder. Ekki er talið að bandaríska herskipið hafi verið skotmark flauganna, en atvikið í gær átti sér stað á sama tíma og gerðar voru loftárásir með bæði eldflaugum og drónum á varnarstöðina Ait al-Asad í Írak, en bandaríski flugherinn hefur þar aðsetur.

Gefa út ferðaviðvörun

Bandaríska utanríkisráðuneytið lýsti því svo yfir í gær að bandarískir ferðamenn þyrftu að hafa aukinn vara á sér hvar sem er í heiminum þar sem hin aukna spenna í heiminum hefði gert það að verkum að nú væri meira hætta á hryðjuverkum, mótmælum eða ofbeldi gegn bandarískum ríkisborgurum.

Ráðuneytið nefndi enga sérstaka ógn sem Bandaríkjastjórn hefði borist, en stuðningur Bandaríkjanna við Ísrael síðustu daga hefur m.a. leitt til mótmæla við sendiráð Bandaríkjanna í Líbanon og víðar. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert