Saka Kínverja um vísvitandi árekstra

Skjáskot úr myndskeiði frá kínversku strandgæslunni sem sýnir strandgæsluskip Kínverja …
Skjáskot úr myndskeiði frá kínversku strandgæslunni sem sýnir strandgæsluskip Kínverja rekast á skipið frá Filippseyjum. AFP

Stjórnvöld í Manila, höfuðborg Filippseyja, segja að kínversk skip hafi á vísvitandi hátt rekist á filippseyska báta um helgina.

Þjóðirnar hafa skellt skuldinni hvor á aðra vegna atvikanna í Suður-Kínahafi og meðal annars birt myndskeið til að styðja ásakanir sínar.

Árekstrarnir tveir urðu þegar Filippseyingar ætluðu að útvega hermönnum á skipi sjóhers landsins birgðir.

Jay Tarriela (annar frá hægri), talsmaður strandgæslu Filippseyja, á blaðamannafundi.
Jay Tarriela (annar frá hægri), talsmaður strandgæslu Filippseyja, á blaðamannafundi. AFP/Jed Aljibe

Ráðamenn í Filippseyjum sökuðu strandgæsluskip Kínverja ásamt öðru skipi um að hafa stundað hættulegt athæfi sem varð til þess að þau rákust á bátinn sem átti að útvega birgðirnar og strandgæsluskip Filippseyja.

Varnarmálaráðherra Filippseyja gekk skrefi lengra og sagði kínversku skipin hafa rekist vísvitandi á filippseysku bátana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert