Varnarmálaráðherra Kína, Li Shangfu, hefur verið vikið úr embætti. Þetta kom fram í kínverskum ríkisfjölmiðli.
Einnig hefur verið tilkynnt um að Qin Gang, fyrrverandi utanríkisráðherra landsins, sem var leystur frá störfum í sumar, sé ekki lengur hluti af ríkisstjórninni.
Ákvarðanirnar eru hluti af mikilli uppstokkun á meðal æðstu embættismanna Kína.