Erdogan hættur við heimsókn

Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti á þingfundi í dag.
Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti á þingfundi í dag. AFP/Adem Altan

Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, sagði í dag að hann sé hættur við áform sín um að heimsækja Ísrael. Hann sagði Ísrael halda úti „ómannúðlegu“ stríði gegn vígamönnum Hamas í Gaza. 

Erdogan tjáði einnig að hann sæi Hamas ekki sem hryðjuverkasamtök, heldur sem „frelsishetjur“, sem eru að berjast fyrir landi sínu. Með þessum orðum hefur hann tekið skýra afstöðu gegn ríkistjórn Ísrael. 

Eftir árás hryðjuverktasamtakanna Hamas þann 7. október fordæmdi Erdogan allar árásir gegn óbreyttum borgurum og hvatti ríkistjórn Ísrael til að sýna yfirvegun í mótsvari sínu gegn árásunum. 

Eftir að Ahli Arab spítalinn í Gaza varð fyrir sprengjuárás hefur Erdogan látið í ljós með afgerandi hætti andspyrnu sína gegn Ísrael.

Erdogan ávarpið þingið fyrr í dag og sagði að hann hefði „aldrei verið hlynntur grimmdarverkum Ísraels“.

„Við vorum með áform um að heimsækja Ísrael, en nú höfum við hætt við,“ sagði hann enn fremur.

Fréttaveitan AFP segir samskipti milli ríkisstjórnanna í Ísrael og Tyrklandi hafa verið stirð síðan að Ísrael gerði áhlaup á tyrkneskt skip sem var að flytja hjálparbirgðir til Gaza árið 2010. Í því áhlaupi létu tíu óbreyttir borgarar lífið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert