Daníel dæmdur í lífstíðarfangelsi

Daníel Gunnarsson á yfir höfði sér rúmlega 27 ára fangelsisvist.
Daníel Gunnarsson á yfir höfði sér rúmlega 27 ára fangelsisvist. Ljósmynd/Héraðsdómur Kern-sýslu

Daníel Gunnarsson var í dag dæmdur til rúmlega 27 ára fangelsisvistar fyr­ir að hafa ráðið bana fyrrverandi bekkjar­syst­ur sinni, Katie Phan, með hrotta­leg­um hætti í maí 2021. 

Þetta kemur fram á vef Law & Crime.

Daní­el, sem á ís­lensk­an föður og tékk­neska móður, flutti ásamt for­eldr­um sín­um til Ridgecrest í Kali­forn­íu fyr­ir nokkr­um árum síðan. Að morgni 18. maí 2021 fannst Daní­el í bíl­skúr á heim­ili stjúp­föðurs síns með lík Katie Pham við hlið sér.

Fundinn sekur í ágúst

Daníel var dæmdur fyrir morðið í ágúst þegar hann var fundinn sekur um mann­dráp að yf­ir­lögðu ráði fyrir það að hafa myrt Katie Pham, fyrr­ver­andi bekkjar­syst­ur sína, auk þess að hafa viðhaft illa meðferð á líki henn­ar í maí 2021. 

Kvað Sam­an­tha Allen sak­sókn­ari Daní­el hafa veitt Pham heit­inni áverk­ana með 25 senti­metra langri ís­nál vegna af­brýðisemi en hún hafði þá tjáð hon­um að hún end­ur­gyldi ekki til­finn­ing­ar hans í henn­ar garð. Vett­vang­ur­inn var bíl­skúr á heim­ili stjúp­föður Daní­els í Ridgecrest en þangað flutti fjöl­skyld­an fyr­ir nokkr­um árum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert