Daníel Gunnarsson var í dag dæmdur til rúmlega 27 ára fangelsisvistar fyrir að hafa ráðið bana fyrrverandi bekkjarsystur sinni, Katie Phan, með hrottalegum hætti í maí 2021.
Þetta kemur fram á vef Law & Crime.
Daníel, sem á íslenskan föður og tékkneska móður, flutti ásamt foreldrum sínum til Ridgecrest í Kaliforníu fyrir nokkrum árum síðan. Að morgni 18. maí 2021 fannst Daníel í bílskúr á heimili stjúpföðurs síns með lík Katie Pham við hlið sér.
Daníel var dæmdur fyrir morðið í ágúst þegar hann var fundinn sekur um manndráp að yfirlögðu ráði fyrir það að hafa myrt Katie Pham, fyrrverandi bekkjarsystur sína, auk þess að hafa viðhaft illa meðferð á líki hennar í maí 2021.
Kvað Samantha Allen saksóknari Daníel hafa veitt Pham heitinni áverkana með 25 sentimetra langri ísnál vegna afbrýðisemi en hún hafði þá tjáð honum að hún endurgyldi ekki tilfinningar hans í hennar garð. Vettvangurinn var bílskúr á heimili stjúpföður Daníels í Ridgecrest en þangað flutti fjölskyldan fyrir nokkrum árum.