Skriðdrekar Ísraelshers fóru inn á Gasasvæðið

Ísraelskir skriðdrekar við landamærin að Gasasvæðinu fyrr í vikunni.
Ísraelskir skriðdrekar við landamærin að Gasasvæðinu fyrr í vikunni. AFP/Aris Messinis

Ísraelskir skriðdrekar tóku þátt í árás á ákveðin skotmörk á norðurhluta Gasasasvæðisins í nótt, að sögn Ísraelshers.

Í tilkynningu frá hernum kemur fram að árásin sé liður í undirbúningi fyrir innrás hersins á svæðið.

„Hermennirnir yfirgáfu svæðið að aðgerðinni lokinni,“ sagði í tilkynningunni. 

Ísraelskir hermenn skammt frá Gasasvæðinu.
Ísraelskir hermenn skammt frá Gasasvæðinu. AFP/Aris Messinis

Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, greindi frá því seint í gærkvöldi að auk þess að gera loftárásir á Gasasvæðið ætlaði herinn einnig að ráðast þangað inn.

Hryðjuverkamenn úr röðum Hamas drápu 1.400 manns í Ísrael 7. október, sem voru flestir almennir borgarar og rændu 222 til viðbótar.

Reykur í lofti á norðurhluta Gasasvæðisins.
Reykur í lofti á norðurhluta Gasasvæðisins. AFP/Ronaldo Schemidt

Meira en 6.500 íbúar Gasasvæðisins hafa nú þegar fallið í loftárásum Ísraela, samkvæmt nýjustu tölum heilbrigðisráðuneytis Hamas á Gasa.

Talsmaður Ísraelshers sagði við AFP-fréttastofuna að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem ísraelskir hermenn og skriðdrekar færu inn á Gasasvæðið í takmarkaðan tíma síðan 7. október.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert