Landhernaður hafinn á Gasa

Ísraelsher og Hamas-liðar berjast nú á tveimur svæðum innan Gaza.
Ísraelsher og Hamas-liðar berjast nú á tveimur svæðum innan Gaza. AFP/Yousef Hassouna

Hryðjuverkasamtökin Hamas segjast nú berjast við ísraelska fótgönguliða á tveimur svæðum á Gasa. 

Átökin hafa stigmagnast undanfarnar þrjár vikur en í dag sögðust vígamenn Hamas undirbúnir undir landhernað Ísraelshers eftir fjölda loftárása undanfarna daga.

Ísraelsher sagðist í dag ætla að auka landhernað á Gasasvæðinu. 

Kalla eftir vonahléi

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna gerði í dag ákall um tafarlaust vopnahlé á Gasa.Ályktunin var samþykkt á allsherjarþinginu með 120 atkvæðum gegn 14. 45 sátu hjá.

Hamas-hryðjuverkastamtökin fagna tillögunni en ísraelsk stjórnvöld segja hana vera svívirðingu. 

Blóðugar hefndarárásir

Hamas ásakaði Ísrael um að hafa rofið nettengingar og símalínur víðsvegar um Gasa til þess að geta framið blóðugar hefndarárásir frá lofti, landi og sjó. 

Eru rofin á nettenginu og símalínum sögð hafa valdið miklum truflunum á sjúkraflutningum á Gasasvæðinu. Rauði krossinn í Palestínu hafi til að mynda misst allt samband við stjórnstöð sína á Gasasvæðinu. 

Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu segir að Bandaríkin styðji mannúðarhlé svo hægt sé að senda aðstoð inn á svæðið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert