Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur beðist afsökunar á að hafa sakað embættismenn öryggis- og leyniþjónustu landsins um að hafa ekki séð fyrir merki um hryðjuverkaárás Hamas þann 7. október fyrr.
Netanjahú hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir öryggisbrestinn og í nótt tísti hann ásökununum. Hann eyddi færslunni síðar og tísti afsökunarbeiðni í staðinn.
„Ekki undir neinum kringumstæðum var Netanjahú forsætisráðherra látinn vita af áætlunum Hamas að gera árás. Þvert á móti töldu embættismenn varnarmála, þar á meðal yfirmaður leyniþjónustu hersins og yfirmaður Shin Bet [öryggissveitir Ísrael] að búið væri að stöðva Hamas,“ sagði í tísti forsætisráðherrans sem var eytt.
Þá sagði að forsætisráðherrann og varnarmálaráðherra hafi fengið þetta mat á stöðunni frá yfirmönnum leyniþjónustunnar alveg þar til stríðið braust út.
Í nýja tístinu sagði Netanjahú að hann hafi haft rangt fyrir sér og þá baðst hann afsökunar.
Forsætisráðherrann sagðist styðja yfirmenn öryggisstofnunarinnar og herforingja Ísraelshers.
„Saman munum við sigra,“ sagði í síðari tísti Netanjahú.