Funda með utanríkisráðherra um afstöðu Íslands

Bjarni Jónsson, varaformaður utanríkismálanefndar.
Bjarni Jónsson, varaformaður utanríkismálanefndar. mbl.is/Kristófer

Bjarni Jónsson, varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir mikilvægt að fá  utanríkisráðherra á fund nefndarinnar til þess að ræða átök Ísraels og Palestínu.

Ísland sat hjá þegar greidd voru atkvæði um ályktun Jórdaníu um tafarlaust vopnahlé en þar voru árásir Hamas ekki fordæmdar. Fundað verður í nefndinni um atkvæðagreiðsluna á morgun og verður utanríkisráðherra viðstaddur.

Árásir Ísraela stríði gegn alþjóðalögum

„Ég tel mikilvægt að eiga fund sem allra fyrst með utanríkisráðherra til þess að fara yfir þessi atriði og síðan þessa hræðilegu hluti sem eru að eiga sér stað,“ segir hann og bætir við að atburðarásin á Gasasvæðinu sé að taka á sig skelfilegri mynd eftir því sem líður. Vinstri græn, þingflokkur Bjarna, hafa lýst því yfir að Ísland hefði átt að samþykkja ályktun Jórdaníu.

„Við leggjum áherslu á mikilvægi þess að koma á mannúðarhléi og þeim nauðþurftum sem þarf til fólks á Gasa og stöðva grimmdarleg dráp á saklausu fólki.“ Árásir Ísraela stríði gegn alþjóðalögum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka