Réttur til þungunarrofs verði í stjórnarskránni

Emmanuel Macron Frakklandsforseti.
Emmanuel Macron Frakklandsforseti. AFP/Ludovic Marin

Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti greindi frá því í dag að rík­is­stjórn hans hygg­ist setja ákvæði í stjórn­ar­skrá lands­ins um þung­un­ar­rof til þess að gera rétt­inn „óaft­ur­kræf­an“. 

Macron hygg­ist af­henda rík­is­ráði Frakk­lands drög þess efn­is í kom­andi viku. Stefnt er að því að ákvæðið verði inn­leitt í stjórn­ar­skrá lands­ins fyr­ir lok þessa árs. 

„Árið 2024 mun rétt­ur kvenna til þung­un­ar­rofs verða óaft­ur­kræf­ur,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu Macron. 

Al­menn­ing­ur hlynnt­ur breyt­ing­unni

Breyt­ing á stjórn­ar­skrá Frakk­lands krefst annaðhvort þjóðar­at­kvæðagreiðslu eða að minnst þrír fimmtu beggja deilda þings­ins samþykki breyt­ing­arn­ar.

Flest­ar stjórn­ar­skrár­breyt­ing­ar lands­ins hafa verið samþykkt­ar með at­kvæðagreiðslu í þing­inu eft­ir síðari heims­styrj­öld­ina. 

Þung­un­ar­rof var af­glæpa­vætt árið 1975 í Frakklandi. Í nóv­em­ber í fyrra voru 89% svar­enda í skoðana­könn­un hlynnt­ir því að rétt­ur til þung­un­ar­rofs yrði í stjórn­ar­skrá lands­ins. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um stjórn­valda voru fram­kvæmd­ar 234 þúsund fóst­ur­eyðing­ar á síðasta ári í Frakklandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert