Réttur til þungunarrofs verði í stjórnarskránni

Emmanuel Macron Frakklandsforseti.
Emmanuel Macron Frakklandsforseti. AFP/Ludovic Marin

Emmanuel Macron Frakklandsforseti greindi frá því í dag að ríkisstjórn hans hyggist setja ákvæði í stjórnarskrá landsins um þungunarrof til þess að gera réttinn „óafturkræfan“. 

Macron hyggist afhenda ríkisráði Frakklands drög þess efnis í komandi viku. Stefnt er að því að ákvæðið verði innleitt í stjórnarskrá landsins fyrir lok þessa árs. 

„Árið 2024 mun réttur kvenna til þungunarrofs verða óafturkræfur,“ sagði í yfirlýsingu Macron. 

Almenningur hlynntur breytingunni

Breyting á stjórnarskrá Frakklands krefst annaðhvort þjóðaratkvæðagreiðslu eða að minnst þrír fimmtu beggja deilda þingsins samþykki breytingarnar.

Flestar stjórnarskrárbreytingar landsins hafa verið samþykktar með atkvæðagreiðslu í þinginu eftir síðari heimsstyrjöldina. 

Þungunarrof var afglæpavætt árið 1975 í Frakklandi. Í nóvember í fyrra voru 89% svarenda í skoðanakönnun hlynntir því að réttur til þungunarrofs yrði í stjórnarskrá landsins. 

Samkvæmt upplýsingum stjórnvalda voru framkvæmdar 234 þúsund fóstureyðingar á síðasta ári í Frakklandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert