Sameinuðu þjóðirnar segja að ástandið á Vesturbakkanum sé orðið ógnvekjandi og vitna sérstaklega í aukið ofbeldi að hálfu ísraelskra landnema í garð Palestínumanna.
Frá 7. október fram til dagsins í gær hafa 132 Palestínumenn, þar af 41 barn, verið drepnir á Vesturbakkanum að sögn réttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna.
Athygli heimsins hefur beinst að Gasasvæðinu frá því Hamas hryðjuverkasamtökin gerðu árás á Ísrael þann 7. október.
„Ástandið á Vesturbakkanum og þar á meðal í Austur-Jerúsalem er skelfilegt innan um aukin og margþætt mannréttindabrot sem eiga sér þar stað. Ofbeldi landnema hefur aukist til muna og að meðaltali eru sjö árásir á dag og í meira en þriðjungi þessa árása var skotvopnum beitt,“ sagði Elizabet Throssell, talskona réttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, við fréttamenn í dag.
Throssell segir að það sé verið að þvinga heilu samfélögin frá landi sínu með þessu ofbeldi og bætir því við að nærri 1.000 Palestínumenn hafi verið þvingaðir frá heimilum sínum síðan 7. október.