Kona af gyðingaættum stungin í Lyon

Mynd frá samstöðufundi með Ísrael í Lyon eftir árásir Hamas-samtakanna …
Mynd frá samstöðufundi með Ísrael í Lyon eftir árásir Hamas-samtakanna í október. AFP

Lögreglan í Lyon í Frakklandi leitar að manni sem réðst á konu af gyðingaættum í borginni í dag. Konan var stungin og hakakross málaður á hurð á heimili hennar. Þetta er haft eftir fréttaveitunni France 24.

Franska lögreglan vildi ekki gefa upp neinar upplýsingar um þann grunaða. Ekki var hægt að staðfesta að árásin væri rannsökuð sem hatursglæpur sprottinn af gyðingaandúð. 

Borgarstjórinn í Lyon fordæmdi verknaðinn á samfélagsmiðlinum X fyrr í dag og sagði slíkt ofbeldi óhugsandi.

Um heim allan hafa lögregluyfirvöld tekið eftir aukningu í glæpum gegn bæði gyðingum og múslimum. Er það í kjölfar átaka á milli Hamas-samtakanna og Ísraels sem brutust út 7. október síðastliðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert