Litadýrð á Degi hinna dauðu

Dagurinn er mikilvægur fyrir marga Mexíkóbúa.
Dagurinn er mikilvægur fyrir marga Mexíkóbúa. AFP/Rodrigo Oropeza

Fjöldi Mexí­kó­búa lagði leið sína til Mexí­kó­borg­ar í gær til að halda upp á Dag hinna dauðu (s. Día de los Mu­ertos), en lit­rík skrúðganga var hald­in í borg­inni í til­efni dags­ins.

Á deg­in­um koma fjöl­skyld­ur sam­an og minn­ast hinna látnu. Oft eru graf­ir hinna látnu skreytt­ar með kert­um, lit­rík­um hauskúp­um og blóm­um. Þá skreyta íbú­ar Mexí­kó einnig hús sín.

Eins og sjá má á mynd­um sem tekn­ar voru í skrúðgöng­unni í gær klædd­ust marg­ir lit­rík­um föt­um.  Einnig báru marg­ir grím­ur eða máluðu and­lit sín á viðeig­andi hátt.

Fólk klæddi sig í litrík föt.
Fólk klæddi sig í lit­rík föt. AFP/​Rodrigo Oropeza
Þessi bar grímu.
Þessi bar grímu. AFP/​Rodrigo Oropeza
Fjöldi fólks horfði á skrúðgönguna.
Fjöldi fólks horfði á skrúðgöng­una. AFP/​Rodrigo Oropeza
Þessi hópur mætti heldur betur í litum.
Þessi hóp­ur mætti held­ur bet­ur í lit­um. AFP/​Rodrigo Oropeza
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert