Fjöldi Mexíkóbúa lagði leið sína til Mexíkóborgar í gær til að halda upp á Dag hinna dauðu (s. Día de los Muertos), en litrík skrúðganga var haldin í borginni í tilefni dagsins.
Á deginum koma fjölskyldur saman og minnast hinna látnu. Oft eru grafir hinna látnu skreyttar með kertum, litríkum hauskúpum og blómum. Þá skreyta íbúar Mexíkó einnig hús sín.
Eins og sjá má á myndum sem teknar voru í skrúðgöngunni í gær klæddust margir litríkum fötum. Einnig báru margir grímur eða máluðu andlit sín á viðeigandi hátt.