Fleiri erlendir ríkisborgarar yfirgefa Gasasvæðið

Frá Rafah landamærastöðinni í síðustu viku.
Frá Rafah landamærastöðinni í síðustu viku. AFP

Fleiri erlendir ríkisborgarar yfirgefa Gasasvæðið um Rafah-landamærastöðina inn í Egyptaland í dag.

Um 600 erlendir borgarar á listanum

Um 600 erlendir ríkisborgarar eru á lista sem gefin hefur verið út af landamærayfirvöldum. Á listanum er meðal annars fólk frá Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Kanada, Rúmeníu, Úkraínu, Moldóvu og Filippseyjum.

Rafah-landamærastöðin var opnuð 1. nóvember fyrir erlenda ríkisborgara og slasaða Palestínumenn eftir að hafa verið lokuð í meira en þrjár vikur. Henni var lokað aftur á laugardag en opnuð á ný á mánudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert