Gefa Palestínumönnum fjögurra tíma frest

Ísraelski herinn er í startholunum að ráðast inn í Gasaborg.
Ísraelski herinn er í startholunum að ráðast inn í Gasaborg. AFP

Ísraelar gáfu í dag palestínskum borgurum í Gasaborg fjögurra klukkustunda frest til að yfirgefa borgina sem verður nú umkringd ísraelskum skriðdrekum.

Frá þessu greinir Reuters-fréttastofan. Fram kemur að þeir íbúar sem fylgdu kallinu segjast hafa farið fram hjá ísraelskum skriðdrekum sem eru tilbúnir að ráðast inn í borgina.

Ísraelska varnarmálaráðuneytið greindi frá því á samfélagsmiðlinum X að fyrr í dag hafi verið opnuð rýmingarleið fyrir almenna borgara á Gasa svo þeir geti flutt sig yfir í suðurhluta borgarinnar. Alls búa um 2,3 milljónir á Gasasvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert